Myrk

Myrk

Myrk


Myrk sál að handan
Galdraþulu þulur
Er kallar á þína sál
Fögur hún birtist
Í giltum loga tælir
Fallinn fangi þú ert
Hlekkjaður fastur
Í hennar nornaseið
Tryllt hún dansar
Sál þín í eldinum brennur
Sá dagur ei kemur
Að hún syrgt þinn dánardag
Hún man þann daginn sem dó
Er svikin í túninu stóð
Uns sólin féll
Í tunglsins blóð
Og myrkrið hana tók
Úr blóðvotri jörð
Lík hennar lá
Svikin ást bar í
Rauðum taumum frá henni rann
Myrk og fögur hún hvílir
Er sólin hnígur himni á
Hennar grátur í vindinum gnauðar
Úr himnum falla hennar tár
Blóðrauður skuggi á enginu hvílir
Líflausum augum
Tunglið og sólin á lautina stara
Um eilíf tár grasið aldrei grær
Með blóðrauðar hendur
Og útbreiddan arm
Ívöl á kinn hvílir
Myrk