Austur sat in aldna í Járnviði og fæddi þar Fenris kindir. Verður af þeim öllum einna nokkur tungls tjúgari í trölls hami. Fyllist fjörvi feigra manna, rýður ragna sjöt rauðum dreyra. Svört verða sólskin um sumur eftir, veður öll válynd. Vituð ér enn eða hvað? Sat þar á haugi og sló hörpu gýgjar hirðir, glaður Eggþér; gól um honum í galgviði fagurrauður hani, sá er Fjalar heitir. Gól um ásum Gullinkambi, sá vekur hölda að Herjaföðurs; en annar gelur fyr jörð neðan sótrauður hani að sölum Heljar. Geyr Garmur mjög fyr Gnipahelli, festur mun slitna en freki renna. Fjöld veit hún fræða, fram sé eg lengra um ragnarök römm sigtíva.