Úti er myrkrið margfaldað Mitt er nú á vetri Vænt ég yrki sætsullað Vömbin kýld af keti Með gott í glasi æsist nú Allt er nú með asa Hvað er þetta nú mín frú Ekki fara að þrasa Þegar ég vil skemmta mér Með glaumi gleði og glansi Vil ég bara vera með þér Í villtum trylltum dansi Þegar mér um varir vín Vasklega ég veiti Elska ég þig ástin mín Þó viti ei hvað ég heiti Þá var gaman þá var gott Þá var öl í geði Nú á ekki þurrt né vott Horfin stundargleði Ásaþór á þrumureið Lukku fellur í pottinn Syngjum saman soldinn seið Af stalli fellur drottinn