Sólin snýst ennþá í sömu átt Stingur aðeins minna bara á annan hátt Á svipstundu það varð allt skýrt og klárt Um leið og ég tók breyturnar í sátt Skammt undan var skjól sem að ég sá Þegar mér fannst ég botni hafa náð Skammt undan var skjól sem að ég sá Þegar mér fannst ég botni hafa náð Og þaðan af ég lofað' að Ég held áfram að líða það og lifa af Og alveg sama hvað ég lofað' að Ég held áfram að líða það og lifa af Ég reyni að vakna Ég vil sjá það batna Í sífellu fatta Það er alltaf eitthvað sem vantar Því meira sem ég veit ég minna skil Sagði mér enginn að það yrði sárt að vera til Býð því birginn, öskra og ég brúa bil Bara til þess eins að reyna finna yl Skammt undan var skjól sem að ég sá Eitthvað sem ég hélt ég myndi ekki ná Skammt undan var skjól sem að ég sá Eitthvað sem ég vissi að ég myndi ná Og þaðan af ég lofað' að Ég held áfram að líða það og lifa af Og alveg sama hvað ég lofað' að Ég held áfram að líða það og lifa af Ég lofa að vakna Ég veit að það batnar Ég er búinn að fatta Það verður alltaf eitthvað sem vantar Ég lofa að vakna Ég veit að það batnar Ég er búinn að fatta Það verður alltaf eitthvað ѕem vantаr