Forgarður Helvítis

Heljarslóð (Path to Hell)

Forgarður Helvítis


Svo lengi sem 
líf okkar er sett 
undir mæliker 

Haft þrælum 
til skemmtunar 

Svo lengi sem 
gleðinni er stolið 
úr dögunum 
og fegurð okkar 
er falboðin 

Undir auga bleikrar sólar 
Hvar sóttdauðir menn 
verja hverja hæð 

Svo lengi sem 
óreiðan sækir 
á hugann 

Friðlausir fætur tifa 
glamra barnskjúkum 

Svo lengi sem 
nályktina leggur yfir 
án þess að brosin stirðni 

Mun sólin hata jörðina 
fótum troðna hræsnurum 

Svo lengi sem þeir 
hálslöngu fuglarnir 
skrækja að okkur 
og krossberarnir 
kenna okkur um lífið 

Svo lengi sem 
kúgun er boðorð dagsins 
mun eðli hennar 
næra reiði okkar 

Svo lengi 

munum við berjast