Þegar ég vaknaði um morguninn eftir að þú komst inn til mín hafði vaxið kýli milli brjóstanna á mér Ég hélt það væru kóngulær því mig kitlaði og sveið Ég fór til læknisins og hann strauk á mér brjóstin og sagði, Ungfrú, til hamingju, þú ert ástfangin! Komin tæplega hálfan sólarhring á leið! Og ég gekk örvingluð niður Laugaveginn, fokking sjokkeruð ástfangin það getur ekki verið, og þó? Og ég man ekki hvað þú heitir, man ekki hvar ég fann þig Og ég man alls ekki hvert þú fórst... Ungfrú, til hamingju, þú ert ástfangin! Komin tæplega hálfan sólarhring á leið! Og síðan hef ég þrætt alla bari bæjarins Og ég hef ákveðið að kalla þig Jón Og ég veit þú munt elska mig svo mikið Og við verðum frábær hjón Ungfrú, til hamingju, þú ert ástfangin Komin tæplega hálfan sólarhring á leið Og ég veit þú munt elska mig svo mikið Og við verðum frábær hjón Svo frábær að við birtumst hjá Sirrí Hönd í hönd, þú og ég Jón